Enn landris undir Svartsengi

Frá eldgosinu á Reykjanesskaga sem hófst 1. apríl.
Frá eldgosinu á Reykjanesskaga sem hófst 1. apríl. mbl.is/Árni Sæberg

Staðan á Reykjanesskaga er nokkuð óbreytt að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Enn er búist við því að atburður verði í kerfinu í fyrsta lagi í haust.

„Við sjáum enn landris undir Svartsengi sem fer hægt og bítandi minnkandi en það hægt minnkandi að á nokkurra vikna tímabili er ekki að sjá stórar breytingar,“ segir Benedikt.

Gera ekki ráð fyrir pásu

Í stuttu spjalli við mbl.is segir hann að vel sé passað upp á að vöktunarkerfi Veðurstofu sé í góðu lagi en að vinna við vöktun fari fyrst og fremst fram á sólarhringsvakt Veðurstofunnar.

Benedikt vekur athygli á að Veðurstofan geri ekki ráð fyrir í sinni vöktun að „kerfið sé í pásu“ fram að hausti.

Segir hann allt viðbragð snúa að því að gos gæti hafist strax á morgun „og það er ekkert sem útilokar það, þó að það væri í talsverðu ósamræmi við það hvernig kerfið hefur hegðað sér áður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert