Frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um ábyrgðarskiptingu á uppbyggingu hjúkrunarheimila var samþykkt á Alþingi í dag.
Á vef stjórnarráðsins segir að samkomulagið sé á milli félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Þar er vitnað í Ingu Sæland sem segir verkstjórnina sannarlega hafa spýtt í lófanna með því að setja uppbyggingu hjúkrunarrýma í forgang. Hún segir ríkisstjórnina meina það þegar hún segi að hún ætli að taka málefni eldra fólks alvarlega.
„Markmiðið er að tryggja landsmönnum áhyggjulaust ævikvöld,“ segir Inga Sæland.