Inga Sæland boðar áhyggjulaust ævikvöld

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, með sleggjuna á lofti við …
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, með sleggjuna á lofti við Nauthólsveg. Þar er nú unnið að endurbótum á húsnæði sem mun hýsa stórt hjúkrunarheimili. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um ábyrgðarskiptingu á uppbyggingu hjúkrunarheimila var samþykkt á Alþingi í dag. 

Á vef stjórnarráðsins segir að samkomulagið sé á milli félags- og húsnæðismálaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þar er vitnað í Ingu Sæland sem segir verkstjórnina sannarlega hafa spýtt í lófanna með því að setja uppbyggingu hjúkrunarrýma í forgang. Hún segir ríkisstjórnina meina það þegar hún segi að hún ætli að taka málefni eldra fólks alvarlega. 

„Markmiðið er að tryggja landsmönnum áhyggjulaust ævikvöld,“ segir Inga Sæland.

Við undirritun samnings með Ásthildi Sturludóttur, bæjarstóra á Akureyri, en …
Við undirritun samnings með Ásthildi Sturludóttur, bæjarstóra á Akureyri, en í Þursaholti verður byggt nýtt hjúkrunarheimili. Ljósmynd/Stjórnarráðið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert