Myndir: Þúsundir lítra af olíu og málningu um borð

Ökutækið er illa leikið eins og sést á myndinni.
Ökutækið er illa leikið eins og sést á myndinni. Ljósmynd/Slökkvilið Fjarðabyggðar

Ökutækið sem var við vegavinnu við Norðfjarðará var hlaðið þrjú þúsund lítrum af málningu og þrjú þúsund lítrum af olíu þegar eldurinn kviknaði.

Loka þurfti fyrir umferð um Norðfjarðargöngin tímabundið.

Útkallið barst korter í fjögur í dag en þá var bíllinn í um 1-2 km fjarlægð frá gangnamunnanum.

Skömmu frá því að eldurinn kviknaði stóð ökutækið í ljósum logum. Ökumaðurinn komst út af sjálfsdáðum og slapp ómeiddur.

Komst sjálfur út

„Boðað var út frá tveimur stöðvum og gengu slökkvistörf greiðlega, en notast var við monitor á tveimur slökkvibílum með 1/7 froðu og í kjölfarið var vatn notað til kælingar á olíutönkum,“ segir í tilkynningu frá slökkviliði Fjarðabyggðar.

Þar segir jafnframt að þegar slökkvistarfinu var lokið hefði vinna hafist við að tæma olíutankana sem farið höfðu að leka. Sinnir slökkviliðið nú vöktun á vettvangi þar til hægt verður að fjarlægja bílhræið.

„Atvikið átti sér stað utan vatnsverndarsvæðis, en einnig þykir mikil mildi að bifreiðin hafi ekki verið komin inn í göngin þegar eldurinn kviknaði, þar sem það hefði gert slökkvistörf mun flóknari og krefjandi.“

Frá slökkvistörfum í dag.
Frá slökkvistörfum í dag. Ljósmynd/Slökkvilið Fjarðabyggðar
Bíllinn varð alelda fljótt.
Bíllinn varð alelda fljótt. Ljósmynd/Slökkvilið Fjarðabyggðar
Hér má sjá bílhræið sem eftir stóð.
Hér má sjá bílhræið sem eftir stóð. Ljósmynd/Slökkvilið Fjarðabyggðar
Mikið magn af olíu og málningu voru í bílnum.
Mikið magn af olíu og málningu voru í bílnum. Ljósmynd/Slökkvilið Fjarðabyggðar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert