Þyrlan í lágflugi yfir borginni

Þyrlan á lágflugi.
Þyrlan á lágflugi. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun fljúga yfir borginni næstu klukkustundir í leit að Sigríði Jó­hann­s­dótt­ur.

Þyrlan hefur sést víða á lágflugi.

Sig­ríðar hef­ur verið saknað síðan á föstu­dags­kvöld og hefur leit staðið yfir í nokkra daga, en var frestað í gærkvöldi eftir að björg­un­ar­sveit­ir höfðu leitað Sig­ríðar í Elliðaár­dal frá klukk­an eitt um daginn til hálfell­efu um kvöldið.

Lög­regl­an biður þau sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Sig­ríðar að hafa sam­band við lög­regl­una í síma 112 eða 444 1000 eða með tölvu­pósti á net­fangið 100@lrh.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert