Konan ekki ein á ferð: Búið að ræða við vitni

Þrjú banaslys hafa átt sér stað á jafnmörgum árum í …
Þrjú banaslys hafa átt sér stað á jafnmörgum árum í Brúará. mbl.is/Haraldur Johannessen

Konan sem fannst látin í Brúará fyrr í mánuðinum var á ferðalagi með samferðamanni sínum þegar slysið varð.

Lögregla hefur rætt við vitni vegna málsins.

Að sögn lögreglu er ekki hægt að greina frá þjóðerni konunnar sem lést að svo stöddu.

„Við erum komin með nokkuð góða mynd af því sem gerðist,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann segir að rætt hafi verið við þau vitni sem voru á vettvangi, en þau hafi ekki verið mörg.

Beðið eftir niðurstöðum

Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningu og öðrum réttarrannsóknum. Að sögn Jóns Gunnars er óvíst hvenær hægt verður að greina nánar frá málinu.

„Við látum það svolítið í hendur sendiráða að koma upplýsingum til aðstandenda og það getur tekið tíma, því boðleiðir eru langar í svona málum. Við verðum að ganga úr skugga um að allir hafi verið upplýstir áður en frekari upplýsingar verða veittar opinberlega,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert