Sér golfvöll í bakgarðinum

Hafliði Kristjánsson, íbúi í Kópavogi, telur kjörið að gera golfvöll á landinu fyrir ofan Austurkór. Hefur hann lagt á sig talsverða vinnu til að afla hugmyndinni fylgis.

„Ég bý hérna efst í Austurkór með móa fyrir framan mig. Sól og norðanátt fer oft saman á höfuðborgarsvæðinu. Við þær aðstæður fýkur vindurinn einhvern veginn yfir og þá verður mjög hlýtt í garðinum hjá mér. Ég sat úti einn daginn og virti fyrir mér landið. Þá hugsaði ég með mér: Af hverju er ekki golfvöllur hér?“ lýsir Hafliði. 

Ekki er óþekkt úti í heimi að einstaklingar fái hugmynd um að gera golfvöll, til dæmis landeigendur. Hér á Íslandi hefur það gerst í dreifbýlinu en að einstaklingur beiti sér fyrir því að láta gera golfvöll á höfuðborgarsvæðinu er heldur sjaldgæft. Yfirleitt eru það golfklúbbarnir sem fara í slíka vinnu og iðulega í samstarfi við viðkomandi sveitarfélag. „Mér fannst landið vera upplagt fyrir golfvöll en vildi gjarnan komast að því hvort landið gæti rúmað 18 holu golfvöll. Ég fékk því Edwin Roald golfvallahönnuð til að svara því. Hann var hrifinn af landinu, umhverfinu og jarðveginum og teiknaði hann völlinn í framhaldinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert