Úrkoman eykst með kvöldinu

Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag má búast við suðlægri eða breytilegri átt 3-8 metrum á sekúndu og smáskúrum á víð og dreif eftir hádegi. Það bætir þá líklega í úrkomu í kvöld.

Búast má við vestlægari átt á morgun, skýjað verði með köflum og stöku skúrir en suðaustan 5-10 metrar á sekúndu vestast annað kvöld með dálítilli rigningu.

Hiti verður á bilinu 7 til 15 stig, hlýjast austan til.

Hægur vindur á morgun

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að smálægð nálgist landið úr suðvestri og í kvöld komi úrkomusvæði frá lægðinni inn á sunnanvert landið og haldi til norðurs. Þá bæti víða í úrkomu.

Á morgun sé áfram útlit fyrir fremur hægan vind og víða verði skýjað með köflum og úrkomulítið. Annað kvöld gangi í suðaustan 5-10 metra á sekúndu vestast á landinu með dálítilli vætu.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert