Útilokað að sex bílastæði dugi

Bensínstöðin á Birkimel á að víkja fyrir blokkum. Íbúar í …
Bensínstöðin á Birkimel á að víkja fyrir blokkum. Íbúar í nærliggjandi götum eru ekki hrifinir af því mbl.is/sisi

Harðar athugasemdir hafa borist Reykjavíkurborg vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar við Birkimel 1. Um er að ræða lóð þar sem nú er bensínstöð, en nú liggja fyrir áform um að reisa þar 4-5 hæða fjölbýlishús með 42 íbúðum.

Í umsögnum í Skipulagsgátt gagnrýna íbúar og húsfélög skort á samráði, skerðingu á birtu, ásýnd og götumynd, sem og áhrif á gróður, útsýni og bílastæðamál.

Horfið frá heildarsýn

Morgunblaðið fjallaði í síðustu viku um sameiginlega umsögn stjórnenda Háskóla Íslands, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Árna Magnússonar og Félagsstofnunar stúdenta, þar sem þeir lýsa eindreginni andstöðu við breytinguna. Í umsögninni kemur fram að svæðið sé hluti af samþykktri þróunaráætlun Háskólans sem unnin hafi verið í samstarfi við borgina og erlenda ráðgjafa og samþykkt í desember 2024. Þar sé svæðinu vestan Suðurgötu ætlað hlutverk framtíðarmiðju mennta- og menningarstarfsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert