Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu og hafa þessir aðilar verið fluttir á Hólmsheiði.
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir í tilkynningu að mennirnir tengist aðgerðum lögreglu sem fór á miðvikudag í í samræmdar lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum á landinu þar sem framkvæmdar voru húsleitir og handtökur vegna rannsóknar lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi.
Þessar aðgerðir voru unnar í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra.
Að sögn lögreglu hafa þrír aðilar hafa kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar.
Áfram verður unnið að rannsókn málsins á næstu dögum og vikum, að því er segir í tilkynningunni.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra var lagt hald á muni og efni tengd fíkniefnaframleiðslu í lögregluaðgerðunum í vikunni.