Flugvél Icelandair sem átti að fara frá Charles de Gaulle-flugvelli í París til Keflavíkur var lent í Manchester-borg á Englandi um klukkan 16 í dag.
Um ferjuflug var að ræða og því engir farþegar um borð en ástæðan fyrir breytingunni var vegna tæknilegs atriðis, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair.
Guðni gat ekki veitt upplýsingar um hvers kyns tæknilegt atriði hafi verið að ræða en ekki hafi verið um neina hættu að ræða.