Íslendingur hreppti 35 milljónir

Konan hyggst verja vinningsféinu í fjölskyldufrí.
Konan hyggst verja vinningsféinu í fjölskyldufrí. Morgunblaðið/Eggert

Íslensk kona vann 35 milljónir í Euro-Jackpot, sem dregið var út á þjóðhátíðardaginn. Konan deildi verðlaunafé úr öðrum vinningi ásamt sex erlendum vinningshöfum.

Í tilkynningu Íslenskrar getspár segir að miðinn hafi verið keyptur í gegnum Lottóappið.

Konan valdi sjálfvalsmiða en eyddi tölunum og kaus að fá nýjar, sem reyndist vera happaskref.

Þá segir konan ætla að verja vinningsfénu í utanlandsfrí með maka sínum, börnum og barnabörnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert