Jón Óttar gagnrýnir afnám vörumerkisins

Hakon Brandes sendiherra Finnlands afhendir Jóni Óttari Ragnarssyni verðlaunin sem …
Hakon Brandes sendiherra Finnlands afhendir Jóni Óttari Ragnarssyni verðlaunin sem markaðsmanni Norðurlanda 1989. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Óttar Ragnarsson, fyrsti sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, var útnefndur markaðsmaður Norðurlanda 1989 og fékk gullpening norrænu markaðssamtakanna því til staðfestingar, en þeir Hans Kristján Árnason höfðu frumkvæði að stofnun stöðvarinnar, sem fór fyrst í loftið 9. október 1986.

Frumkvöðlinum var óneitanlega brugðið þegar tilkynnt var í liðinni viku að Stöð 2 héti Sýn hér eftir. Einu þekktasta vörumerki Íslendinga var varpað fyrir róða í einu vetfangi. „Rétt eins og þúsundum annarra Íslendinga brá mér auðvitað við þær fréttir að það ætti að leggja niður nafn Stöðvar 2, rétt handan við 40 ára afmæli stöðvarinnar, því þó að ég segi sjálfur frá þá eiga Íslendingar ekki mörg goðsagnakennd vörumerki sem þeir hafa búið til sjálfir, því miður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert