Konan áfram í haldi í tengslum við morðrannsóknina

Reykjavík Edition hótelið í miðborg Reykjavíkur.
Reykjavík Edition hótelið í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Ólafur Árdal

Gæsluvarðhald yfir franskri konu, sem er grunuð um manndráp á hóteli í miðborg Reykjavíkur,  hefur verið framlengt um tvær vikur, eða til 4. júlí, á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Konan, sem er á sextugsaldri, var upphaflega þann 14. júní úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Málið varðar rannsókn lögreglu á andláti tveggja franskra ferðamanna á Reykjavík Edition í miðborginni. Konan sem er í haldi var á ferðalagi með þeim sem létust þegar málið kom upp. Um er að ræða eiginmann hennar og dóttur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert