Ný aðferð við tóbakssöluna

Viðskiptavinir þurfa nú að greiða fyrir tóbak í sérstöku herbergi …
Viðskiptavinir þurfa nú að greiða fyrir tóbak í sérstöku herbergi í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Starfsmaður límir svo yfir strikamerki. mbl.is/Egill Aaron

Mikil umræða hefur verið um fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli eftir að þýska fyrirtækið Heinemann tók við rekstri hennar í síðasta mánuði. Margir hafa kvartað yfir því að vöruúrval sé mun lakara en áður var og dæmi eru um að vinsælar vörur á borð við hvítvín, gin og neftóbak hafi ekki fengist í versluninni.

Nýverið var aftur farið að bjóða neftóbak í fríhöfninni en viðskiptavinir hafa furðað sig á nýjum viðskiptaháttum Heinemann við afgreiðslu þess. Tóbak er sem fyrr að finna í lokuðu rými í fríhöfninni. Áður labbaði fólk þar í gegn og greip með sér það sem það hugðist kaupa. Nú ber hins vegar svo við að sérstökum starfsmanni hefur verið komið fyrir inni í þessu litla rými og ber fólki að ganga frá kaupunum hjá honum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert