Nýr skóli á Bíldudal fyrir árslok

Stefnt er á að opna skólann fyrir lok árs.
Stefnt er á að opna skólann fyrir lok árs. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Stefnt er á að opna nýjan grunn- og leikskóla á Bíldudal fyrir árslok. Mygla greindist í Bíldudalsskóla árið 2022 og hefur skólahald flust á milli þriggja bygginga á þremur árum.

Framkvæmdir við nýjan skóla hófust í byrjun árs. Upphaflega átti að opna hann í upphafi skólaársins en tafir urðu á framkvæmdunum. Stefnt er að því að opna skólann fyrir lok þessa árs, segir Rúnar Örn Gíslason, formaður heimastjórnar Arnarfjarðar, í samtali við mbl.is.

mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Nemendur fluttir milli bygginga

Rúnar Örn segir tímabært að opna nýjan skóla, en nemendur í grunnskóla bæjarins hafa stundað nám í Skrímslasetrinu, gamla skólanum og samfélagsmiðstöðinni Muggsstofu síðan myglan greindist.

Þá hafa kennarar verið með aðstöðu í gámi sem er staðsettur fyrir utan tímabundnar kennslustofur.

Skólinn verður fyrir nemendur í grunn- og leikskólum bæjarins. Engin mygla hefur greinst í leikskólanum en Rúnar segir hann engu að síður vera kominn til ára sinna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert