„Ríki og leiðtogar gerðir ábyrgir“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á opnum málfundi um vernd úkraínskra barna.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á opnum málfundi um vernd úkraínskra barna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samheldni og samstaða með Úkraínu í Evrópu er það mikilvægasta í framtíðinni. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra á opnum fundi um vernd úkraínskra barna sem haldinn var í dag. Hún vill að Evrópa haldi áfram að rísa upp og bera ábyrgð á eigin öryggi og vörnum.

Hún segir mikilvægt að Ísland haldi áfram að koma með tillögur að því hvernig hægt sé að gera Rússa ábyrga fyrir því ólöglega stríði sem þeir hafa staðið í gegn Úkraínu.

Þegar verið að brjóta á þjóðarrétti fólks og brjóta frelsi og mannréttindi þá verði viðkomandi ríki og leiðtogar gerðir ábyrgir fyrir því og það er það sem við þurfum að fylgja eftir og ég er stolt af því að Íslendingar leiða þá vinnu,“ segir Þorgerður.

Á fundinum var tilkynnt að sérstakur dómstóll verði stofnaður á vegum Evrópuráðs til þess að draga Rússa til ábyrgðar á skaðanum sem þeir hafa valdið í Úkraínu. Ísland hefur stutt við stofnsetningu slíks dómstóls.

Mikilvægt að Ísland hafi sýnt frumkvæði

Þorgerður segir Ísland hafa mikilvæga rödd og að það sé hlustað á rödd Íslands, bæði þegar talað er um tjónaskránna en líka mannréttindi, frelsi og lýðræði. „Okkar rödd er dýrmæt og við þurfum að beita henni á réttum stöðum.

Hún hrósar fyrri ríkisstjórn fyrir að hafa tekið frumkvæði í stofnun tjónaskrárinnar, þar sem hún sé í beinum tengslum við þau gildi sem Ísland vill standa fyrir, sem eru mannréttindi, lýðræði og frelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert