Franska konan sem er í varðhaldi sökuð um að hafa orðið manni og dóttur að bana á Edition-hóteli um liðna helgi hefur búið á Írlandi ásamt feðginunum undanfarin tíu ár.
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni, veitti viðtal við Irish Times í gær og í dag birtist frétt á vefsvæði fjölmiðilsins.
Blaðamaður Irish Times segist hafa heimildir fyrir því að meðal þess sem lögreglan skoði er hvort manninum og dóttur hennar hafi verið ráðinn bani í svefni. Lögregla lagði hald á hníf sem grunur leikur á að hafi verið notaður við verknaðinn.
Lögregla hefur tvívegis yfirheyrt konuna en ekki liggur fyrir afstaða hennar til sakargifta. Eiginmaður hennar sem lést var 58 ára en dóttir þeirra um þrítugt.