Telur að tækifæri leynist í Hvalfirði

Byggja á við Hótel Glym í Hvalfirði og bæta við …
Byggja á við Hótel Glym í Hvalfirði og bæta við 17 smáhýsum. Ljósmynd/Facebook-síða Hótel Glyms

„Þetta er mjög áhugavert svæði og er að vaxa mikið,“ segir Styrmir Þór Bragason fjárfestir.

Styrmir er eigandi Hótel Glyms í Hvalfirði en þar er fyrirhuguð mikil uppbygging, eins og kom fram í Morgunblaðinu í byrjun mánaðarins. Samkvæmt áformum sem kynnt hafa verið í skipulagsgátt á að reisa þar 17 smáhýsi, svokölluð norðurljósahús, sem rúmi hvert 2-3 gesti. Þá verður byggt við hótelið sjálft, allt að eitt þúsund fermetrar á 1-2 hæðum. Þar verða 30 hótelherbergi og spa-aðstaða. Auk þessa bætast við 34 bílastæði og allt að 250 fermetra starfsmannahús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert