Torkennilegar sögur gengu um hús á Raufarhöfn og meintan íbúa þess

Frá aðgerðinni á Raufarhöfn.
Frá aðgerðinni á Raufarhöfn. Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan framkvæmdi húsleit á nokkrum stöðum á landinu í fyrradag í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi sem talin er tengjast fíkniefnaframleiðslu.

Aðgerðirnar voru m.a. á Raufarhöfn og í Borgarnesi.

Varð fljótlega skrítið

Kaupmaður á Raufarhöfn kvað mikinn hasar hafa verið í þessu litla samfélagi í Norðurþingi þegar fimm lögreglubifreiðar óku í hlað gamla leikskólans í bænum, sem nú er íbúðarhús, og fjöldi lögreglumanna réðst til inngöngu.

Íbúi, sem ræddi nafnlaust við mbl.is í gærkvöldi, kvað marga hafa klórað sér í höfðinu þegar húsið var selt fyrir nokkrum árum og sá kvittur gekk að þar ætlaði aldraður maður sér að búa einn þar til dauðans óvissi tími vitraðist honum.

„Þetta fór fljótlega að verða svolítið skrýtið,“ segir íbúinn, „fólk fór fljótlega að taka eftir því að það var alltaf bíll sem kom einu sinni í mánuði um nótt og var svo farinn eldsnemma morguns. Eftir þessu var tekið og þetta var eins og vaktaskipti.

Lesa má nán­ar um málið á bls. 8 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert