Mótsstjórn Norðurálsmótsins, sem fer fram á Akranesi um helgina, boðar refsingu fyrir þá sem stela rafmagni á tjaldsvæðum með því að tengja á milli. Rafmagnsnotkun hefur verið of mikil á tjaldsvæðum og 28 öryggi brunnið yfir nú þegar.
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem mótstjórnin birti í morgun síðu mótsins.
Þar segir að vandræði hafi komið upp varðandi rafmagn á tjaldsvæðum, en að rafmagnsnotkun hafi verið of mikil og nú þegar hafi verið skipt um 28 öryggi sem hafi brunnið yfir.
Borið hafi á því að tengt hafi verið á milli á einhverjum stöðum.
„Við þurfum að grípa í það örþrifaráð að boða refsingu fyrir slíkt. Tengi einhver á milli sem ekki hefur greitt fyrir rafmagn þarf sá hinn sami, og sá sem gefur rafmagnið, að víkja af tjaldsvæðinu.“
Norðurálsmótið er knattspyrnumót fyrir stráka og stelpur í 7. og 8. flokki og er fyrsta gistimót margra ungra iðkenda.