Bjóða út byggingu nýs leikskóla

Undrabrekka Nýr leikskóli verður brátt byggður á Seltjarnarnesi.
Undrabrekka Nýr leikskóli verður brátt byggður á Seltjarnarnesi. Tölvumynd/Andrúm arkitektar

„Þarna getum við sameinað alla leikskólastarfsemina á einum stað. Hún hefur verið dálítið dreifð,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Seltjarnarnesbær hefur auglýst útboð vegna byggingar nýs leikskóla við Suðurströnd. Frestur til að skila tilboðum er til 18. júlí en gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist með haustinu. „Þetta mun taka tvö ár í byggingu. Við finnum heppilegan tíma til að taka fyrstu skóflustungu með krökkunum á leikskólanum,“ segir bæjarstjórinn.

Ný leikskólabygging á að kallast Undrabrekka og verður um 1.700 fermetrar að stærð. Jafnframt á að nýta þær byggingar sem fyrir eru á svæðinu og tengja þær saman.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert