Bóndinn í Hvalfirði ekki sáttur við myndina

Stilla úr myndinni Bóndinn og verksmiðjan
Stilla úr myndinni Bóndinn og verksmiðjan Ljósmynd/Skjaldborg

Hrossabóndi sem ný heimildamynd fjallar um telur myndina ekki ná að fanga baráttu sína og því geti hann ekki lagt blessun sína yfir hana, þrátt fyrir að margt gott komi þar fram, en myndin hlaut nýverið verðlaun. Bóndinn segist ætla að gefa út bók um raunir sínar. 

Ragnheiður Þorgrímsdóttur hefur í áratugi verið með hrossabúskap á Kúludalsá í Hvalfirði en hefur orðið að láta lóga meirihluta hrossa sinna, um 20 talsins, vegna bágrar heilsu þeirra. Eins og fram kemur í myndinni telur Ragnheiður flúormengun vegna stóriðju í Hvalfirði vera orsakavald vanheilsu hrossanna. Matvælastofnun hefur hins vegar verið á öðru máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert