Fjórfaldur Lottó-pottur næsta laugardag

Fjórir miðahafar unnu bónusvinninginn.
Fjórir miðahafar unnu bónusvinninginn. mbl.is/Karítas

Enginn hlaut aðalvinninginn í Lottó-útdrætti kvöldsins og því verður potturinn fjórfaldur næsta laugardag.

Fjórir miðahafar unnu bónusvinninginn og fær hver þeirra rúmlega 127 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir á N1 Háholti, hjá Jolla í Hafnarfirði, á lotto.is og einn er í áskrift.

Jókerinn gekk heldur ekki út í þessari viku, en þrír miðahafar unnu 2. vinning sem nemur 125 þúsund krónum. Tveir miðanna voru keyptir á lotto.is og einn er í áskrift.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert