Konungur borgaranna snýr aftur

Íslandsvinur George Motz steikir hér sinn frægasta hamborgara.
Íslandsvinur George Motz steikir hér sinn frægasta hamborgara. Ljósmynd/Andrew Bisdale

Hamborgarasérfræðingurinn George Motz hefur boðað komu sína til landsins í næsta mánuði og mun vera með pop up-viðburð á veitingastaðnum Le Kock í miðborg Reykjavíkur. Þar mun hann steikja sinn frægasta borgara ofan í gesti, miðla af þekkingu sinni og spjalla við fólk.

George Motz kom hingað til lands síðasta haust og var með sams konar viðburð á Le Kock. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til; langar raðir mynduðust og góður rómur var gerður að viðburðinum. „Við seldum yfir 400 hamborgara á fjórum tímum,“ segir Markús Ingi Guðnason, einn eigenda Le Kock og Deigs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert