Verðlag á Íslandi það næsthæsta í Evrópu

Aðeins í Sviss voru neysluvörur dýrari en hér á landi.
Aðeins í Sviss voru neysluvörur dýrari en hér á landi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Verð á almennum neysluvörum á Íslandi var 62% hærra á síðasta ári en að jafnaði í ríkjum Evrópu samkvæmt nýrri úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Verðlag á mat og drykk var 44% hærra á Íslandi en í Evrópusambandinu.

Aðeins í Sviss voru neysluvörur dýrari en verðlag þar var 74,4% hærra en að meðaltali í Evrópu. Alls náði samanburður Eurostat til 36 landa, þ.e. 27 ESB-ríkja, þriggja EFTA-ríkja og sex umsóknarríkja um ESB, en meðaltal var reiknað út frá aðildarríkjum Evópusambandsins. Verðlag í 13 þessara landa var á síðasta ári hærra en meðaltalið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert