Í gær voru samtals 697 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík. Alls luku nítján nemendur doktorsprófi frá skólanum sem er metfjöldi í sögu skólans.
Frá tölvunarfræðideild útskrifuðust ellefu nemendur með doktorspróf, fimm frá verkfræðideild og tveir frá viðskipta- og hagfræðideild. Fyrsti nemandinn til að ljúka doktorsprófi frá íþróttadeild HR útskrifaðist einnig í gær.
326 nemendur útskrifuðust af tæknisviði og 371 af samfélagssviði. Flestir útskrifuðust frá verkfræðideild eða alls 143.
Ragnhildur Helgadóttir, rektor skólans, minnti nemendur á í ræðu sinni að lífið snýst um meira en keppni.
Ásta Sigríður Fjelsted, forstjóri Festis og stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands, flutti ræðu fyrir hönd ráðsins, en Viðskiptaráð Íslands er einn af eigendum og stofnendum Háskólans í Reykjavík.
Útskriftin fór fram í Eldborg í Hörpu og var útskrifað af tæknisviði fyrir hádegi og af samfélagssviði eftir hádegi.
Útskriftarnemendur sem luku doktorsprófi frá tæknisviði Háskólans í Reykjavík.
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Útskriftarnemendur tæknisviðs ásamt rektor, sviðsforsetum og deildarforsetum.
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Hér eru útskriftarnemendur í sínu fínasta pússi með skírteinin á lofti.
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Útskriftarnemendur samfélagssviðs ásamt rektor, sviðsforsetum og deildarforsetum.
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Útskriftarnemendur á athöfninni í Eldborg í Hörpu.
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Útskriftarnemi frá verkfræðideild tekur við skírteini sínu frá dr. Ármanni Gylfasyni deildarforseta.
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Hér má sjá Dr. Ragnhildi Helgadóttur og Ástu Sigríði Fjeldsted með útskriftarnemum af samfélagssviði sem hlutu viðurkenningu frá Viðskiptaráði Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur.
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Hér tekur útskriftarnemi frá tæknifræðideild við skírteini sínu frá Ásgeiri Ásgeirssyni deildarforseta.
Ljósmynd/Kristinn Magnússon