Myndir: Umfangsmikil æfing við Selfoss

Æfing viðbragðsaðila með tveim þyrlum Landhelgisgæslunnar.
Æfing viðbragðsaðila með tveim þyrlum Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Hákon

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi, ásamt Landhelgisgæslu Íslands og slökkviliði Grindavíkur, tóku þátt í umfangsmiklu æfingarverkefni við Selfossflugvöll í gær frá 12 til 18.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Ljósmyndari mbl.is var á svæðinu og tók ljósmyndir af æfingunni. 

Þyrlan á flugi og rjúkandi blys við jörðu.
Þyrlan á flugi og rjúkandi blys við jörðu. mbl.is/Hákon

Æfingin var liður í gerð kennsluefnis og fóru þar fram samhæfðar aðgerðir með þátttöku tveggja þyrla Landhelgisgæslunnar auk lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita.

Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila við gerð kennsluefnisins.
Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila við gerð kennsluefnisins. mbl.is/Hákon

Markmið verkefnisins var að efla samhæfingu og samstarf viðbragðsaðila á landsvísu.

Viðbragðsaðilar á Suðurlandi ásamt Landhelgisgæslu Íslands og slökkviliði Grindavíkur tóku …
Viðbragðsaðilar á Suðurlandi ásamt Landhelgisgæslu Íslands og slökkviliði Grindavíkur tóku þátt. mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert