Umferðarteppa í Mosfellsbæ leyst

Einhverjar tafir kunna að verða á umferð í kvöld og …
Einhverjar tafir kunna að verða á umferð í kvöld og í nótt, en losnað hefur úr mestu umferðarteppunni. mbl.is/Árni Sæberg

Losnað hefur úr umferðarteppu sem var á Vesturlandsvegi fyrr í kvöld. Þó gætu einhverjar tafir orðið á umferð í kvöld og í nótt vegna framkvæmda, segir vakthafandi upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Þegar mest stóð náði bílaröðin frá Ártúnsbrekku og alla leið inn í íbúðahverfi Mosfellsbæjar.

Umferðartafirnar voru tilkomnar vegna framkvæmda á Vesturlandsvegi og mistaka þegar vegi var lokað í stað þess að hann væri þrengdur.

Fyrr í kvöld var gert hlé á framkvæmdunum um nokkurt skeið, en þær munu halda áfram í kvöld og í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert