Kona féll í Svöðufoss

Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði konuna upp.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði konuna upp. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Björgunarsveitin Lífsbjörg ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og öðrum viðbragðsaðilum aðstoðaði konu sem féll í Svöðufoss á Snæfellsnesi upp úr hádegi í dag.

Í samtali við mbl.is segir Hinrik Whöler, staðgengill upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, að aðgerðin hafi tekist vel og að aðstæður hafi verið fínar þrátt fyrir krefjandi umhverfi.

Þyrla Gæslunnar hífði konuna upp og var hún flutt undir læknishendur.

Aðgerðin tók um klukkustund og tóku um 10 björgunarsveitarmenn frá Lífsbjörgu þátt í útkallinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert