Árlegur flugdagur Flugsafns Íslands var haldinn á Akureyrarvelli á laugardaginn var, 21. júní.
„Dagurinn tókst frábærlega. Þetta er næststærsti flugdagurinn okkar til þessa, það komu yfir 2.000 manns og nutu alls þess sem flug hefur upp á að bjóða í góðu veðri og góðum félagsskap,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, forstöðukona Flugsafnsins.
„Við gætum ekki verið ánægðari með daginn.“
Steinunn segir tugi véla hafa verið til sýnis. Tékkneski flugherinn og bandaríski sjóherinn hafi tekið þátt í deginum ásamt því að sýnt hafi verið listflug, gírókoptaflug og þrjár kynslóðir sjúkraflugvéla svo eitthvað sé nefnt.