Myndir: Flugdagurinn á Akureyri

Flugsveitin sýndi listflug á Flugdeginum.
Flugsveitin sýndi listflug á Flugdeginum. mbl.is/Þorgeir

Árlegur flugdag­ur Flugsafns Íslands var hald­inn á Ak­ur­eyra­rvelli á laugardaginn var, 21. júní.

„Dagurinn tókst frábærlega. Þetta er næststærsti flugdagurinn okkar til þessa, það komu yfir 2.000 manns og nutu alls þess sem flug hefur upp á að bjóða í góðu veðri og góðum félagsskap,“ segir Stein­unn María Sveins­dótt­ir, for­stöðukona Flugsafns­ins.

„Við gætum ekki verið ánægðari með daginn.“

Steinunn segir tugi véla hafa verið til sýnis. Tékkneski flugherinn og bandaríski sjóherinn hafi tekið þátt í deginum ásamt því að sýnt hafi verið listflug, gírókoptaflug og þrjár kynslóðir sjúkraflugvéla svo eitthvað sé nefnt.

Tékkneski flugherinn byrjaði flugsýninguna.
Tékkneski flugherinn byrjaði flugsýninguna. mbl.is/Þorgeir
Flugsveitin sýndi listflug.
Flugsveitin sýndi listflug. mbl.is/Þorgeir
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra setti Flugdaginn og fjallaði um mikilvægi flugs …
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra setti Flugdaginn og fjallaði um mikilvægi flugs á Íslandi í setningarræðu sinni. Með honum á myndinni eru Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður og Hallgrímur Jónasson flugstjóri. mbl.is/Þorgeir
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR. mbl.is/Þorgeir
Flugmenn Bandaríkjaflota mættu með kafbátaleitarvél.
Flugmenn Bandaríkjaflota mættu með kafbátaleitarvél. mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert