Alelda bíll á Suðurlandsvegi

Bíllinn er alelda.
Bíllinn er alelda. Ljósmynd/Aðsend

Nær alelda bíll var á Suðurlandsvegi skammt frá afleggjaranum við Hólmsheiði. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn sem kom upp í vélarrými bílsins. Engum varð meint af. Bíllinn var á akstri þegar ökumaður varð eldsins var. 

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tók stuttan tíma að slökkva eldinn og er þess beðið að bíllinn kólni áður en hann verður fjarlægður. 

Fréttin hefur verið uppfærð

Talsverðan reyk leggur frá bílnum.
Talsverðan reyk leggur frá bílnum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert