Óvíst um öflun frekari gagna í Gufunesmáli

Ákæra á hendur fimmmenningunum var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í …
Ákæra á hendur fimmmenningunum var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sævar Þór Jónsson, lögmaður Matthíasar Bjarnar Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu svokallaða, segir að aðalmeðferð í málinu fari líklega fram 25. ágúst eða í annarri viku októbermánaðar.

Ákæra á hendur fjórum karlmönnum og einni konu var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Eru þau ákærð vegna frelsissviptingar, fjárkúgunar og manndráps. Þau neituðu öll sök.

„Það á eftir að meta hvort það þurfi að afla frekari gagna í þessu máli og það þarf að taka sér smá frest í því,“ segir Sævar Þór.

Hann ætlar sér að skila greinargerð í málinu fyrir umbjóðanda sinn en frestur til að skila henni er til 11. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert