Sveiflaði hamri á almannafæri

Er lögregla kom á staðinn var búið að afvopna hann …
Er lögregla kom á staðinn var búið að afvopna hann og var hann handtekinn í kjölfarið. mbl.is/Ari

Maður sveiflaði hamri á almannafæri í miðborginni. Er lögregla kom á staðinn var búið að afvopna hann og var hann handtekinn í kjölfarið. Ósagt skal látið hvort maðurinn hafi ætlað að leika eftir aðgerðina Miðnæturhamar, sem framkvæmd var um helgina.

Fjórir gistu fangageymslur lögreglu í nótt en alls var 81 mál bókað í kerfum hennar frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. 

11 teknir vegna hraðaksturs

Ökumaður var stöðvaður á akstri grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Þá voru fimm ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og 11 ökumenn grunaðir um hraðakstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert