Umræðan sé á villigötum

Ráðherrann fyrrverandi segir að umræða um reglugerð sem hann setti …
Ráðherrann fyrrverandi segir að umræða um reglugerð sem hann setti í ráðherratíð sinni sé á villigötum, hún hafi verið til einföldunar. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir umræðu um reglugerð um framkvæmd hollustuhátta sem hann innleiddi í ráðherratíð sinni vera á villigötum. Reglugerðin hafi verið innleidd til einföldunar en ekki til að auka flækjustig.

Veitingamenn hafa undanfarið gagnrýnt seinagang í veitingu starfsleyfa frá Reykjavíkurborg harðlega en Guðlaugur segir reglugerðinni frá 2024 ekki vera um að kenna. Ráðherrann fyrrverandi segir flækjustigið byggjast á lögum sem sett voru árið 2017, er hann var utanríkisráðherra, sem og rangri lagatúlkun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert