22 sagt upp hjá Samkaupum

Samkaup.
Samkaup. Ljósmynd/Samkaup

Tuttugu og tveimur starfsmönnum á skrifstofu Samkaupa var sagt upp í dag. Forstjóri Samkaupa segir aðgerðirnar vera lið í hagræðingaraðgerðum.

Ekki er gert ráð fyrir frekari uppsögnum í tengslum við skipulagsbreytingarnar.

Þetta segir Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, forstjóri Samkaupa, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is. 

Uppsagnirnar ná til starfsfólks á skrifstofu og yfirstjórnar félagsins en hafa engin áhrif á starfsfólk verslana. Þá snerta uppsagnirnar allar deildir skrifstofu.

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir forstjóri Samkaupa segir uppsagnirnar vera lið í …
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir forstjóri Samkaupa segir uppsagnirnar vera lið í hagræðingaraðgerðum. Ljósmynd/Aðsend

Rekstrarniðurstaða undir væntingum

Heiða segir að rekstrarniðurstaða Samkaupa á síðasta ári hafi verið undir væntingum. Hún tekur jafnframt fram að mikilvægt sé að skapa svigrúm í rekstri fyrirtækisins til að efla og auka þjónustu.

„Þessar hagræðingaraðgerðir eru liður í því að tryggja áframhaldandi rekstrargrunn okkar sem styður okkur í að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu,“ skrifar Heiður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert