Birnan sem gekk á land er komin til að vera

Birnan verður til sýnis í Hornstrandastofu.
Birnan verður til sýnis í Hornstrandastofu. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Þótt ólíklegt sé að rekast á bjarndýr á Hornströndum er gott að hafa augun opin. Þessi fallega birna kom á land og var felld í Rekavík bak Höfn árið 2011.

Hún hefur nú, 14 árum síðar, verið stoppuð upp og flutt í Hornstrandastofu þar sem hún verður til sýnis.

„Hún er komin heim. Við erum mjög spennt að sýna hana, hún er ofsalega falleg,“ segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Náttúruverndarstofnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert