Efling skoðar kjaramál Kastrup

Tíu félagsmenn sem störfuðu á Kastrup leituðu til Eflingar í …
Tíu félagsmenn sem störfuðu á Kastrup leituðu til Eflingar í kjölfar þess að staðnum var lokað af skattayfirvöldum 2. maí. mbl.is/Karítas

Efling hefur á borði sínu kjaramál er varða starfsfólk veitingastaðarins Kastrup. Mál starfsfólksins eru mismunandi en snúa flest að vangreiddum launum eða vanreiknuðum launum og orlofi hjá fyrri rekstraraðila.

Frá þessu greinir upplýsingafulltrúi Eflingar í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Hann segir að málum félagsmannanna verði haldið fram þar til niðurstaða fæst í þau.

Tíu félagsmenn sem störfuðu á Kastrup leituðu til Eflingar í kjölfar þess að staðnum var lokað af skattayfirvöldum 2. maí. Fyrir lokunina höfðu þrír áður leitað til stéttarfélagsins á tímabilinu júlí 2024 til febrúar 2025.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert