Eigandi hyggst krefja ríkið um skaðabætur

Borgaryfirvöld vilja ekki leyfa eiganda hússins að rífa það og …
Borgaryfirvöld vilja ekki leyfa eiganda hússins að rífa það og endurbyggja með sama útliti. Eigandinn vill rifta kaupsamningi við ríkið. Ljósmynd/Ríkiskaup

Niðurstaða skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um að synja eiganda húss Hvítabandsins við Skólavörðustíg um leyfi til að rífa húsið og endurbyggja með sama útliti var staðfest á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í síðustu viku. Á fundinum var lagt fram málskot eiganda hússins en ítarleg greinargerð hans breytti ekki niðurstöðu borgaryfirvalda. Eigandinn hyggst leita réttar síns vegna málsins.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í mars síðastliðnum sendu eigendur hússins á Skólavörðustíg 37, sem jafnan er kennt við Hvítabandið, fyrirspurn til borgarinnar um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í henni fólst að rífa húsið og endurbyggja með sama útliti en nýrri útfærslu á kvistum. Því hafnaði skipulagsfulltrúi og lagði til að eigandinn myndi skoða hvað hægt sé að gera til að halda húsinu og finna því einhverja starfsemi sem krefst ekki niðurrifs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert