Íslensk hampfræ týnd á hafi úti

Til stóð að geimflaugin myndi lenda nálægt Havaí.
Til stóð að geimflaugin myndi lenda nálægt Havaí. Samsett mynd/Ljósmynd/Unsplash/Genoplant

MayaSat-1 frægeymirinn sem var skotið upp með SpaceX-flauginni Falcon 9 er týndur á hafi úti eftir að vísindamenn misstu samband við geimflaugina nokkrum mínútum fyrir fyrirhugaða lendingu.

Þetta seg­ir Meta Pahernik, stofn­andi Greina rann­sókn­ar­set­urs. 

Flaugin fór þrjá hringi um jörðina áður en hún hóf lendingu, en til stóð að hún myndi lenda nálægt Havaí laust fyrir klukkan 1 í nótt.

Misstu samband við flaugina í lendingu

Vel tókst til í flugtakinu og ferðalaginu kringum jörðina að sögn Pahernik. Í lendingunni hafi eitthvað hins vegar farið úrskeiðis og samband við flaugina slitnað rúmum þremur klukkustundum frá flugtaki.

„Vonandi endurheimta þau flaugina svo við getum rannsakað lífsýnin sem þar voru um borð,“ segir hún.

Verkefninu var ætlað að endurheimta plöntuvefi og fræ úr geimnum í fyrsta sinn til þess að athuga áhrif geimgeislunar á getu þeirra til að spíra og fjölga sér.

Um borð í flauginni var frægeymirinn MayaSat-1, en meðal þeirra 980 lífsýna sem hann geymir eru íslensk hampfræ.

Fram kemur á vef verkefnisins að unnið sé að endurtekt þess eins fljótt og auðið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert