Kópavogur einn undir verðbólgu

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er pólitísk ákvörðun að lækka fasteignaskatta og önnur fasteignagjöld,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, í samtali við Morgunblaðið, en fasteignagjöld í Kópavogi eru að meðaltali umtalsvert lægri en hjá öðrum sveitar­félögum á höfuðborgarsvæðinu.

Kópavogur er einnig eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu, og víðar raunar, sem ekki hefur hækkað fasteignagjöld umfram verðbólgu undanfarin fjögur ár.

„Við höfum farið í þessar skattalækkanir á hverju einasta ári og gengið nokkuð langt í þeim efnum með hagræðingu í rekstri á móti. Þessar áherslur endurspeglast í því að Kópavogsbúar greiða almennt lægri fasteignagjöld en flest önnur sveitarfélög, þrátt fyrir að fasteignamatið í Kópavogi sé almennt hátt.“

Fasteignagjöld á höfuðborgarsvæðinu eru að meðaltali hæst á Seltjarnarnesi, en á árunum 2021-2025 hafa þau mest hækkað í Mosfellsbæ.

„Sveitarfélög eiga að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og það er mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín,“ segir Ásdís.

Lesa má nán­ar um málið á bls. 6 í Morg­un­blaðinu og í Mogga-app­inu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert