Maðurinn hafi verið með alvarlega nýrnabilun

Reykjavík Edition hótelið í miðborg Reykjavíkur.
Reykjavík Edition hótelið í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Ólafur Árdal

Franski maðurinn sem fannst látinn ásamt dóttur sinni á hótelherbergi á Edition-hótelinu er sagður hafa glímt við alvarlega nýrnabilun. Maðurinn hafi verið illa á sig kominn vegna þessa og hefði þurft að vera reglulega í skilunarvél.

Fréttastofa Rúv greindi frá.

Eins og greint hefur verið frá er eiginkona mannsins grunuð um að hafa ráðið honum og dóttur þeirra bana og var hún upp­haf­lega þann 14. júní úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald til föstu­dags­ins 20. júní en síðan hefur það verið fram­lengt til 4. júlí, á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna.

Lögregla hefur ekki gefið upp nöfn fólksins en samkvæmt umfjöllun Rúv er maðurinn frá eyjaklasa í Suðvestur-Kyrrahafi, Nýju-Kaledóníu, sem tilheyrir Frakklandi, konan fædd í Frakklandi en foreldrar hennar báðir frá Asíu.

Segir einnig í umfjöllun Rúv að fjölskyldan hafi verið efnuð en ekkert þeirra sé á hefðbundnum samfélagsmiðlum. Hún hafi komið hingað til lands þann 7. júní og hagað sér eins og farið í dagsferðir en gist allar nætur á Edition-hótelinu.

Hún hefði átt að fljúga aftur heim til Dyflinnar, þangað sem hún flutti frá Frakklandi árið 2017, morguninn sem hún fannst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert