Nýta bílastæði í götu sem langtímastæði

Húsbíllinn hefur staðið á sama stæði vikum saman. Heilbrigðiseftirlitið hefur …
Húsbíllinn hefur staðið á sama stæði vikum saman. Heilbrigðiseftirlitið hefur áminnt eigandann. Ljósmynd/Aðsend

„Það tíðkast víða í borginni að stórum ökutækjum, húsbílum og þess háttar, sé lagt í íbúðagötur þar sem þau eru látin standa vikum og mánuðum saman,“ segir Helgi Áss Grétarsson, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Hann er flutningsmaður tillögu sjálfstæðismanna á borgarstjórnarfundi í dag um að skipa starfshóp sem hafi það hlutverk að leggja til breytingar á reglum, í því skyni að tryggja skilvirka lagaframkvæmd um hvernig ökutæki og lausamunir sem hafa án heimildar verið um langa hríð í borgarlandinu verði fjarlægðir. Starfshópurinn skal einnig móta stefnu um stæði fyrir stóra bíla og með hvaða hætti sé hægt að tryggja nægilegt framboð af slíkum stæðum í hverfum borgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert