Stefán E. Stefánsson
Sigmar Vilhjálmsson leggur reglulega leið sína á erlenda grundu til þess að rannsaka þá hluti sem eru honum hvað kærastir. Einn slíkur varð á vegi hans í New York.
Þetta kemur fram í nýju spjalli við hann og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á vettvangi Spursmála en Áslaug er einmitt á leið til New York á næstu dögum til þess að hefja nám við hinn virta Columbia-háskóla þar í borg.
Klúbburinn sem Sigmar rakst á og mælir með er sérhæfður í þeirri íþrótt sem hann hefur sjálfur lagt höfuð áherslu á síðustu árin, mini-golfi. Þetta er klúbbur fyrir sannkallaða sveiflara.
Viðtalið við Áslaugu Örnu og Sigmar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: