Þriðjungur segist þekkja veiðigjaldafrumvarpið vel

Um 62% aðspurðra eru hlynntir frumvarpinu.
Um 62% aðspurðra eru hlynntir frumvarpinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 34% aðspurðra segjast þekkja vel fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum og þar af 12,4% sem segjast þekkja það mjög vel.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun Maskínu um fyrirhugaða hækkun á veiðigjöldum. Þar kemur jafnframt fram að 62% aðspurðra eru hlynnt frumvarpinu sem er ívið minna en í maí þegar 69% voru hlynnt frumvarpinu.

Mestur stuðningur í Reykjavík

Við nánara niðurbrot á tölum í könnun Maskínu kemur fram að rúm 39% eru mjög hlynntir veiðigjaldafrumvarpinu en um 13,4% eru mjög andvígir því.

Mest andstaða er við frumvarpið á Norðurlandi þar sem 45% segjast andvíg en 31% eru hlynnt.

Mesti stuðningurinn við það er í Reykjavík þar sem um 72% aðspurðra eru hlynntir frumvarpinu en 15,2% andvígir.

Könnunin fór fram 20.–24. júní og voru svarendur 975 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert