Vonast til að geta bjargað ýmsu úr brunanum

Efnalaugin hefur verið starfræk frá árinu 1953.
Efnalaugin hefur verið starfræk frá árinu 1953. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnið er að því að meta þær skemmdir sem urðu í brunanum í þvottahúsinu Björg við Háaleitisbraut fyrr í mánuðinum.

Talsverðar skemmdir urðu í brunanum og ljóst er að eitthvað er gjörónýtt, en Kristinn Guðjónsson eigandi Bjargar segist þó vona að hægt verði að bjarga ýmsu. Sú vinna standi nú yfir.

Hann segist ekki geta metið fjárhagslegt tjón að svo stöddu.

„Mér skilst að lögreglan sé búin að afhenda tryggingarfélaginu sína skýrslu og þá er hægt að hefjast handa við að taka til í húsnæðinu, en fram að því hefur verið unnið að því að skrá niður eigur og þvo aftur svo hægt sé að bjarga því sem hægt verður að bjarga.

Ekki af baki dottnir

Starfsemin hafi nú verið tímabundið flutt en hann segir að fyrirtækið muni halda áfram að þjónusta viðskiptavini sína þangað til húsnæði þeirra opnar að nýju.

Þó séð ljóst að það muni taka margar vikur að koma starfseminni í fyrra horf.

„Evrópa lokar svo í júlí og ágúst sem getur tafið við að endurnýja vélarkost en við stefnum klárlega á að laga húsnæðið og koma okkur í gang aftur. Það verður að vanda sig við þetta.“ segir Kristinn að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert