Fasteignaskattslækkun felld

Hildur Björnsdóttir og Einar Þorsteinsson.
Hildur Björnsdóttir og Einar Þorsteinsson. Samsett mynd/mbl.is/María Matthíasdóttir/Hallur Már

Tvær áþekkar tillögur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatta voru felldar af meirihluta Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur í gær.

Markmið tillagna minnihlutaflokkanna var að fasteignagjöld stæðu í stað, þrátt fyrir um 10% hækkun fasteignamats í höfuðborginni.

„Það er full ástæða til að varast ákefð Samfylkingar í skattamálum þessi misserin,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðismanna í samtali við Morgunblaðið.

„Ekki einungis munu borgarbúar horfa fram á fjórðu krónutöluhækkun sinna fasteignaskatta um næstu áramót, heldur hefur formaður flokksins nýverið boðað auðlindagjald á hitaveituna. Við leggjumst auðvitað alfarið gegn hugmyndum af þessu tagi en Samfylking er að okkar mati fyrir löngu komin með lúkurnar á olnbogadýpt ofan í buddur borgarbúa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert