Sagði Trump heillandi: Svandís er ósammála

Þorgerður sagðist hafa tekið í spaðann á Trump á leiðtoga­fundi …
Þorgerður sagðist hafa tekið í spaðann á Trump á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í Haag í Hollandi, og sagði hann mega „eiga það“ að hann væri „heillandi“. Samsett mynd/mbl.is/Eggert Jóhannesson/AFP/Piroschka Van De Wouw

„Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað ógnað lýðræðinu, mannréttindum, kvenfrelsi og alþjóðalögum. Og ekkert bendir til annars en að hann muni halda því áfram. Íslensk stjórnvöld hittu Trump á NATO-fundi á dögunum – og það sem situr eftir er að utanríkisráðherra lýsir honum sem heillandi karli í fréttum.“

Þetta er meðal þess sem Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifaði í facebook færslu. Vísar hún þar í viðtal við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem birt var á Vísi fyrr í kvöld.

Sagðist ráðherrann hafa tekið í spaðann á Trump á leiðtoga­fundi Atlants­hafs­banda­lags­ins í Haag í Hollandi, og sagði hann mega „eiga það“ að hann væri „heillandi“.

„Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu“

„Það er niðurlægjandi. Ekki bara fyrir konur. Ekki bara fyrir lýðræðissinna. Heldur fyrir okkur öll – sem viljum að Ísland standi með mannréttindum, friði og frelsi,“ skrifaði Svandís.

Vinstrihreyfingin, grænt framboð, hafni þessum undirlægjutóni og trúi á utanríkisstefnu með sjálfsvirðingu. Að Ísland tali af reisn, líka við valdamenn og að hlutverk þess sem smáríkis sé ekki að smjaðra, heldur að tala skýrt og standa með réttlæti og mannréttindum.

„Það er ekkert „heillandi“ við að ógna lýðræðinu. Það er alvarlegt. Og við mætum því með reisn og sjálfsvirðingu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert