Framboð raforku annar ekki eftirspurn

Raforkuframleiðsla hérlendis annar ekki lengur eftirspurn.
Raforkuframleiðsla hérlendis annar ekki lengur eftirspurn. Ljósmynd/Landsvirkjun

Framboð raforku hérlendis hefur ekki náð að halda í við vaxandi eftirspurn og að óbreyttu á vandinn eftir að halda áfram að aukast hér á næstu árum.

Aðgerðir til þess að draga úr kolefnislosun, þungt reglufargan og deilur við landeigendur eru þeir þættir sem vega hvað þyngst í því að framboð raforku sé ekki meira en raun ber vitni.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu OECD um Ísland sem var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag af Mathias Cormann, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert