Enn situr þing en „allir af vilja gerðir“

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.

Tímasetning þingloka er enn óljós og þingflokkarnir hafa enn ekki náð saman um þau mál er eru þung í vöfum í þinginu. Meðal mála sem eru þinginu þung er veiðigjaldafrumvarpið en einnig á eftir að samþykkja fjármálaáætlun.

„Við erum í samtali og höfum átt ágætis fundi síðustu daga. Það eru flókin verkefni hjá okkur en allir af vilja gerðir til þess að ná einhvers konar niðurstöðu í þetta,“ segir Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins í samtali við mbl.is.

Næsti þingfundur hefur verið boðaður á mánudagsmorgun. „Það er engin niðurstaða komin í þinglokin. Hvernig við ætlum að klára eða með hvaða hætti,“ segir Ingibjörg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert