Skaðinn er skeður á Patreksfirði

Skipið MS Hanseatic lagðist að bryggju á fimmtudag.
Skipið MS Hanseatic lagðist að bryggju á fimmtudag. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson

Hrun hefur orðið á komum skemmtiferðaskipa til Patreksfjarðar í kjölfar áforma stjórnvalda um innviðaskatt og afnám tollfrelsis á hringsiglingar. Mikið hefur verið um afbókanir á skipakomum í kjölfar umræðunnar og verða þær einungis níu í sumar en voru 29 í fyrra.

Gunnþórunn Bender, framkvæmdarstjóri Westfjords Adventures, segir þessi áform hafa slæm áhrif á Patreksfjörð þar sem um er að ræða litla höfn sem fær mörg leiðangursskip og talsvert tekjutap sem felst í því að missa hvert skip. Skipafélögin hafa mörg hver reiknað með því að taka á sig þann viðbótarkostnað sem fylgir þessari skattlagningu stjórnvalda fyrir þær ferðir sem hafa verið auglýstar og seldar en horfa á aðra áfangastaði en Ísland fyrir ferðir sínar árið 2027.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert